Framhald umræðu um skýrslu utanríkisráðherra um EES-samninga

16. fundur
Föstudaginn 25. október 1991, kl. 10:49:00 (516)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill skjóta því hér inn áður en þingskapaumræðan heldur áfram, en það eru þrír á mælendaskrá, að forseti hafði gert ráðstafanir til þess að fá það upplýst hvort hæstv. utanrrh. gæti komið hér síðar í dag. Forseti hafði sagt hv. 18. þm. Reykv. það í gær, og það síðasta sem við töluðum saman um var að ég kannaði það hvort ráðherra gæti komið hingað síðdegis í dag, og þá gæti þessi umræða farið. Að sjálfsögðu yrði þá settur nýr fundur þar sem þetta mál yrði á dagskrá. Nú bíður forseti eftir að fá upplýsingar um það hvort þetta geti orðið. ( KSG: Það getur orðið seinna í dag). Upplýsingar liggja hér fyrir um að hæstv. utanrrh. getur komið hér síðar í dag. Þá væntir forseti þess að hægt verði að ná samkomulagi um að taka þetta mál aftur á dagskrá og væntanlega ljúka þeirri umræðu.