Tímamörk

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 13:35:00 (559)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að sett hefur verið upp á borði forseta og í ræðustól klukka sem notuð verður þegar tímamörk gilda í umræðum. Þegar ræðumaður stígur í stólinn logar á grænum hnappi í ræðupúltinu og klukkan telur niður tímann sem ræðumaður hefur. Þegar hálf mínúta er eftir af lögmætum tíma kemur gult ljós og þegar ræðutíma er lokið kviknar rautt ljós í ræðupúltinu og sömuleiðis á borði forseta. Forseti getur því auðveldlega fylgst með því eins og ræðumaður að tímamörk séu haldin. Þetta er til hagræðis fyrir forseta og forseti væntir þess að þingmenn kunni þessu vel.