Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 23:46:00 (598)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :

     Virðulegi forseti. Það hefði náttúrlega sannarlega verið gott að geta haft hér tiltækar blaðaúrklippur með orðréttri tilvitnun í hv. 5. þm. Vestf. sem hann lét falla á opinberum útvarpsfundi á Ísafirði þar sem hann sagði sem svo að hann gæti ekki stutt þennan samning óbreyttan. Það býst ég við að hafi raunar verið rauði þráðurinn í máli frambjóðenda flestra stjórnmálaflokkanna á Vestfjörðum fyrir þær kosningar. Sá sem hér stendur mælti á þá lund og ég hygg flestir frambjóðendur annarra stjórnmálaflokka, þar með talinn 1. maður á lista Alþb. á Vestfjörðum, núv. hv. 5. þm. Vestf.