Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Þriðjudaginn 05. nóvember 1991, kl. 00:05:00 (604)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
     Ég skal vera afar stuttorður, virðulegur forseti. Ég vil ekki sitja undir því að vera sagður ósanngjarn í málflutningi. Hæstv. félmrh. segir að ég hafi ekki tekið tillit til þess að það hafi dregið úr lánveitingum banka og lífeyrissjóða. Ég las hér upp úr fjárlagafrv. það sem einmitt segir, svo ég ítreki það, með leyfi virðulegs forseta: ,,Aukningin til húsnæðislánakerfisins er veruleg, jafnvel þótt tekið sé tillit til þess að framlag úr ríkissjóði til byggingarsjóðanna hafi lækkað úr 3,6 milljörðum kr. 1986 í tæplega 1 milljarð kr. 1991 og minni lánveitingar banka og lífeyrissjóða.`` --- Fleira þarf ekki að segja um þetta mál.