Málefni flugfélaga á landsbyggðinni

21. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 11:19:00 (727)

     Kristinn H. Gunnarsson :
     Virðulegi forseti. Ég vil aðeins láta það koma fram að ég var samþykkur þeim breytingum sem á sínum tíma voru ákveðnar þegar þetta mál var til umfjöllunar í flugráði. Ég er sömu skoðunar enn og þá sérstaklega út frá öryggissjónarmiðum á landsbyggðinni. Ég held að það þurfi ekki ítarlegan rökstuðning til þess að komast að þeirri niðurstöðu að það verður að gera þær kröfur sem boðlegar eru fólki á landsbyggðinni í öryggismálum á flugi á litlum vélum.
    Ég hef heldur ekki orðið var við annað í mínu umdæmi en að sveitarstjórnarmenn tækju undir meginefnið að hafa tvo flugmenn í áætlunarflugi á litlum vélum.