Tilkynning um utandagskrárumræðu

22. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 13:00:00 (755)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að þegar lokið er afgreiðslu þriggja fyrstu mála á dagskránni munu fara fram umræður utan dagskrár samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hver umræða má ekki standa lengur en í hálftíma. Það eru fjórir hv. þm. sem hafa óskað eftir umræðu utan dagskrár og hefur forseti orðið við þeim óskum. Þetta eru hv. þm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 10. þm. Reykv., sem vill ræða um stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum, Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl., sem vill ræða um samgöngumál á Austurlandi, Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv., sem vill ræða lyfjaverð til öryrkja og Ólafur Þ. Þórðarson, 2. þm. Vestf., sem vill ræða um málefni Ríkisútvarpsins. Forseti væntir þess að þessar umræður geti hafist sem fyrst eða eigi síðar en kl. 3, en það ræðst auðvitað af afgreiðslu dagskrármálanna eins og áður segir. Að loknum þessum umræðum utan dagskrár verður haldið áfram umræðum samkvæmt dagskránni til kl. 6.30.