Veiting ríkisborgararéttar

24. fundur
Þriðjudaginn 12. nóvember 1991, kl. 14:53:00 (867)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
     Frú forseti. Hér er mælt fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Það gerir ráð fyrir því að 19 tilgreindir einstaklingar öðlist íslenskan ríkisborgararétt. Þetta frv. byggir á því að gera tillögu um þá umsækjendur sem fullnægt hafa þeim skilyrðum sem Alþingi hefur stuðst við varðandi afgreiðslur á ríkisborgararétti og þau skilyrði einnig sett sem mannanafnalög kveða á um.
    Ég vænti þess að Alþingi sjái sér fært að afgreiða þetta mál nú á haustþinginu svo sem venja er til um. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.