Viðskiptabankar

25. fundur
Miðvikudaginn 13. nóvember 1991, kl. 15:49:00 (940)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
     Virðulegi forseti. Þar sem ég á sæti í efh.- og viðskn. mun mér ásamt öðrum nefndarmönnum gefast kostur á að skoða þetta frv. mjög rækilega. Hæstv. viðskrh. nefndi að e.t.v. kynni að vera nauðsynlegt að kanna hvort breyta eigi aðlögunartímanum. Ef ég skil hann rétt á hann væntanlega við lengingu aðlögunartímans. Í ákvæði til bráðabirgða í frv. um viðskiptabankana segir: ,,Eigið fé viðskiptabanka skal í fyrsta sinn uppfylla ákvæði 4. gr. í árslok 1992.`` Þetta er harla stuttur aðlögunartími og mig langar til þess að spyrja hæstv. viðskrh., af því að hann nefndi þetta atriði sérstaklega, hvaða hugmyndir hann hafi í þessu sambandi.