Listskreyting Hallgrímskirkju

26. fundur
Fimmtudaginn 14. nóvember 1991, kl. 11:34:00 (964)

     Gunnlaugur Stefánsson :
     Virðulegi forseti. Hér er hreyft mjög brýnu og merkilegu máli í sambandi við listskreytingar í kirkjum. Hér hefur komið fram að varið hefur verið framlögum til þess að listskreyta sérstaklega Hallgrímskirkju og það má varpa fram þeirri hugmynd hvort þau framlög kynnu að verða vísir að almennum listskreytingasjóði sem þá mundi einnig verða gert kleift að styðja við framtak á sviði listskreytinga í kirkjum landsins. Víða er unnið að listskreytingum á kirkjum vítt og breitt um landið. Ég veit að Hallgrímskirkja er stór og gegnir mikilvægu hlutverki, en ég vil minna á í þessu sambandi að víða annars staðar er unnið á sama grundvelli.
    Í sambandi við Jöfnunarsjóð sókna og Hallgrímskirkju hefur Hallgrímskirkja notið þar velvilja hvort tveggja samkvæmt lögum og ekki síður vegna sérstakra framlaga.