Yfirtaka á skuldum orkufyrirtækja

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 13:43:00 (1022)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
     Virðulegi forseti. Árið 1989 voru yfirteknar skuldir hjá tveimur orkufyrirtækjum á landinu. Það var gert vegna þess að því hafði verið lofað þegar verðjöfnunargjald á raforku var fellt niður. Því spyr ég hæstv. iðnrh.: Hvernig skilgreinir hann yfirtöku skulda? Er verið að losa fyrirtækin við þessar skuldir, eins og þau og allur almenningur skildi þetta orðalag, eða er aðeins verið að breyta um skuldheimtumenn? Á ríkið eftir sem áður að innheimta, í þessu tilfelli þessar skuldir, þrátt fyrir yfirtöku þeirra?