Nýjar hugmyndir um orkufrekan iðnað

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:02:00 (1036)

     Jóhann Ársælsson :
     Virðulegur forseti. Mér skildist á þessu viðtali að það hefði verið haft eftir þessum samningamönnum að um væri að ræða tilboð og hugmyndir. En það hefur líklegast verið misskilningur.
    Mig langar þá að spyrja hæstv. iðnrh. hvort hann telji að þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu þessa daga séu raunhæfar og hvort við megum eiga von á að á næsta leiti séu framkvæmdir sem færi nýtt blóð í atvinnulífið í landinu.