Fjáraukalög 1991

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 15:10:00 (1061)

     Steingrímur J. Sigfússon :
     Virðulegi forseti. Í þeirri lagagrein sem hér er til atkvæðagreiðslu og gerð er brtt. við og til hækkunar, stendur samkvæmt skýringum með fjárlagafrv. að undir liðnum 299 Sjávarútvegsmál, ýmis starfsemi sé farið fram á 2 millj. kr. til starfa nefndar um stjórn fiskveiða. Hér mun vera á ferðinni sú nefnd sem stjórnarflokkarnir með miklum harmkvælum komu að lokum saman undir forustu tvíhöfða þurs sem nefndarstarfinu stýrir. Eins og kunnugt er er brotin sú hefð sem ríkt hefur um vinnu að stefnumótun í sjávarútvegsmálum og á sviði fiskveiða að gefa þar fleiri sjónarmiðum en stjórnarflokkanna einna aðild að með þessari nefndarskipan, þar sem hún er eingöngu skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna. Í mótmælaskyni við þessa valdníðslu stjórnarflokkanna sem við upplifum á hverju sviðinu á fætur öðru mun ég ekki greiða þessari grein atkvæði.