Fjáraukalög 1991

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 15:28:00 (1067)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Ég vil gagnrýna þessa uppsetningu á þingskjalinu. Það er útilokað að greiða atkvæði um tillöguna. Í henni eru efnisatriði sem ýmsir vilja vera með en líka efnisatriði sem sömu menn vildu e.t.v. vera á móti þannig að ég skora á formann fjárln. að taka þessa tillögu til baka til 3. umr. og setja málið upp þannig að það sé hægt fyrir þingmenn að taka afstöðu, að greiða atkvæði um þau aðskildu efnisatriði sem í brtt. felast. Tillagan er ekki þingtæk eins og hún er hér.