Fjáraukalög 1991

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 15:30:00 (1069)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Þetta gengur náttúrlega ekki, virðulegi forseti, að stilla þingmönnum upp frammi fyrir atkvæðagreiðslu af þessu tagi. Tillagan er bæði ótæk með öllu og það er útilokað að taka afstöðu til málsins með þeim hætti sem hér er lagt til og mér finnst það satt að segja óþarfa þvergirðingsháttur af formanni fjárln. við þingið að taka ekki tillöguna aftur til 3. umr. Ef hann ekki gerir það, nú þá það, en ég gagnrýni vinnubrögð af þessu tagi og ég bið forseta um að veita formanni fjárln. áminningu áður en hann leggur fleiri tillögur fyrir þingið af þessu tagi sem eru óbrúklegar með öllu, bæði að efni og formi.