Orkuverð frá Landsvirkjun

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 10:55:00 (1119)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Það er mjög bagalegt að mínu viti þegar hæstv. iðnrh. tekur sig til og svarar ekki spurningum sem til hans er beint varðandi hækkunina frá 1990, heldur fer aftur til 1984 og gefur þar með tilefni til almennrar umræðu um málið, opnar það á allt annan hátt en hér hefur verið talað um og nánast vonlaust að sitja undir því að með slíkri opnun sé hægt að segja svo að málið sé útrætt. Hæstv. iðnrh. má ljóst vera að þegar gengi ísl. krónunnar hefur ekki hreyfst þá hefur aðalútgjaldaliður Landsvirkjunar heldur ekki hreyfst. Þess vegna er séð að Landsvirkjun ætlar engan þátt að taka í þjóðarsáttarsamningunum. Hún ætlar að spila sín spil eins og henni sýnist í þessum efnum.
    Það alvarlega við þetta að mínu viti er að þetta er hluti af þeim innanflokksátökum í Sjálfstfl. sem mikil spurning er hvort landsbyggðarþingmenn muni ekki líka tapa vegna þess að þeir sem ráða í Landsvirkjun eru sjálfstæðismenn skipaðir af Reykjavíkurborg.