Styrking rafdreifikerfis til sveita

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 11:19:00 (1132)

     Stefán Guðmundsson :
     Virðulegi forseti. Það sem ég ætlaði segja í þessu máli er að hér hefur ríkisstjórnin ekki staðið í stykki sínu. Það fer ekkert á milli mála. Það þarf ekki að fara út í neinar rannsóknir eða áætlanagerð. Þetta liggur allt saman ljóst fyrir. Og það þarf ekki neinar kostnaðarsamar áætlanir hér um. Það sem liggur fyrst og fremst fyrir er að það þarf aðgerðir. Það þýðir ekkert fyrir sjálfstæðismenn að koma hér upp trekk í trekk, bæði í þessu máli og öðrum, og reyna að þvo hendur sínar af fjárlögunum sem þeir hafa sjálfir samþykkt að leggja fram þar sem er beinlínis um stórfelldan niðurskurð framkvæmda að ræða. Sjálfstæðismenn bera fyllilega ábyrgð á þessu fjárlagafrv. og þýðir ekkert að þvo hendur sínar af því. Þetta er ekkert einstakt, þetta fjárlagafrv. er um allt.