Jöfnun atkvæðisréttar

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 12:08:00 (1156)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
     Hæstv. forseti. Það er ekki launungarmál að ég er þeirrar skoðunar að flakkarinn eigi að flytjast til Norðurl. e. Það er eðlilegt vegna þess mikla mannfjölda sem þar býr. Ég vil bara til skýringar minna á að á síðasta kjörtímabili voru fleiri atkvæði á bak við mig

sem þingmann Norðurl. e. en hvern einstakan þingmann Reykv. Ég vil líka minna á að ef Norðurl. e. fengi hlutfallslega jafnmarga þingmenn miðað við höfðatölu og Vestfirðingar, þar sem eru sex þingmenn, þá ættu að vera u.þ.b. 15 þm. í Norðurl. e. Þetta skýrir nokkuð stærðirnar því auðvitað verður að gæta einhvers jafnvægis á landsbyggðinni. Norðlendingar hafa sætt sig við að hafa sem næst þingmannafjölda í samræmi við íbúafjölda í landinu. Ég hef talið það sanngjarna viðmiðun vegna þéttbýlisins við Eyjafjörð og vil þess vegna reyna að halda því hlutfalli.
    Ég trúi ekki öðru en þingmenn almennt telji það sanngjarnt.