Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 22:07:00 (1270)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
     Virðulegi forseti. Ég vil þakka þessar ágætu umræður sem farið hafa fram um þetta mál og svara þeirri fyrirspurn sem til mín var beint frá hv. þm. Steingrími Sigfússyni. Henni vil ég svara á þá leið að mér finnst eðlilegt að þessari umræðu ljúki með atkvæðagreiðslu. Ef hv. nefnd óskar hins vegar eftir því að taka málið til skoðunar á milli umræðna þá getur hún að sjálfsögðu ákveðið það sjálf. Ég held að það sé ekki góð regla að ráðherrar séu að setja nefndum fyrir, en af góðum kynnum mínum við formann nefndarinnar er ég viss um að hann er ugglaust tilbúinn til þess á milli umræðna að láta umræður í nefndinni fara fram.
    Ég vona þá að ég hafi svarað þeim spurningum sem til mín hefur verið beint í þessari umræðu. Ég ítreka þakkir fyrir ágætar og fróðlegar og skemmtilegar umræður.