Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um umræður á Alþingi um þyrlukaup

35. fundur
Miðvikudaginn 27. nóvember 1991, kl. 16:52:00 (1336)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
     Virðulegi forseti. Ég tek undir að það fer ekki vel að síðasti ræðumaður kenni öðrum mönnum mannasiði. En vegna þess sem hv. 5. þm. Reykv. sagði og hafði eftir, ef ég hef skilið hann rétt, einum fréttamiðli landsins, vil ég taka fram að þau ummæli og sú stefna sem dómsmrh. lýsti og reyndar iðnrh. líka er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Þingmaðurinn sagði að hann bæri fullt traust til dómsmrh. Það geri ég líka. En þingmaðurinn tók hins vegar fram á mánudaginn að hann fordæmdi málflutning dómsmrh. Og hann sagði það ekki einu sinni heldur oftar að hann fordæmdi málflutning þess manns sem hann segist núna treysta fullkomlega.