Þingleg meðferð EES-samnings

36. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 10:41:00 (1341)

     Ólafur Ragnar Grímsson :
     Virðulegi forseti. Það hefur verið reynslan varðandi þennan samning að engar tímasetningar sem settar hafa verið hafa staðist og við erum enn að upplifa það þessa dagana. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að hæstv. ríkisstjóri geri sér grein fyrir því að það eru tvenns konar frv. og samningar sem verða að liggja fyrir fullbúin áður en hægt er að koma með frv. um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði hér inn í þingið. Í fyrsta lagi eru frv. sem snúa að breytingum á íslenskri löggjöf til að tryggja að landsmenn hafi áfram forræði yfir t.d. landinu sjálfu og ýmsu öðru því sem síðasti hv. ræðumaður kallaði girðingar og tók þar að láni orðalag utanrrh. Þessi frv. öll verða að fylgja frv. um samninginn inn á þingið því að það hefur þegar komið fram hjá fjölmörgum þingmönnum að þeir telja þau svo mikilvæg að þeir vilja fá að sjá þau. (Forseti hringir.) Í öðru lagi, virðulegi forseti, er nauðsynlegt að sjávarútvegssamningnum við Evrópubandalagið sé lokið áður en frv. um Evrópska efnahagssvæðið kemur hér inn í þingið. Og ég vil spyrja hæstv. utanrrh. hvort hann sé reiðubúinn að staðfesta það að ekki verði komið með frv. um

Evrópskt efnahagssvæði hér inn í þingið fyrr en sjávarútvegssamningnum verði lokið.