Vegrið

36. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 11:00:00 (1348)

     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson) :
     Hæstv. forseti. Á sl. þing var samþykkt þáltill. um að gerð yrði áætlun um uppsetningu vegriða í vegakerfi landsmanna. Ástæðan fyrir því að sú þáltill. var lögð fram er ofurskýr og einföld. Hún er til að minnka þá slysahættu sem við búum við á fjallvegum og vegum meðfram ströndinni og víðar. Þess vegna hef ég leyft mér að leggja fram á þskj.

106 fsp. til hæstv. samgrh. um uppsetningu vegriða sem hljóðar svo, með leyfi forseta:
    ,,Hvað líður framkvæmd ályktunar Alþingis frá 11. mars 1991 um uppsetningu vegriða í vegakerfi landsins?
    Hvers vegna reyndist ekki unnt að leggja áætlun um uppsetningu vegriða fyrir Alþingi fyrir 1. nóvemer 1991 eins og ályktunin kveður á um?``