Vegrið

36. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 11:06:00 (1351)

     Hjörleifur Guttormsson :
     Virðulegi forseti. Það er kannski einhver fjölbreytni að menn komi úr mismunandi landshlutum inn í þessa umræðu. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli. Hér hafa komið fram gagnlegar upplýsingar og ég er sannfærður um að gera þarf meira í þessum málum en fyrir liggur og áætlanir standa til um. Þáttur í þessu máli er hins vegar að hve miklu leyti vegrið skapi hugsanlega falskt öryggi, það þekki ég ekki nógsamlega. Þetta þarf að athuga í sambandi við uppbyggingu veganna. Á Austurlandi höfum við t.d. fjallvegi, Fjarðarheiði og um Oddsskarð, þar sem vegrið mundi a.m.k. skapa öryggistilfinningu fyrir þá sem um veginn fara en hvort hún mundi að öllu leyti fyrirbyggja slys með þeim hætti sem menn halda þekki ég ekki til að dæma um það. En hér þarf áreiðanlega að taka betur á og skipulegar en gert hefur verið.