Seðlabanki Íslands

37. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 14:09:00 (1387)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
     Frú forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að það vakti furðu mína að hv. 7. þm. Reykn. skyldi lýsa beinni andstöðu við frv. Hann sagði í upphafi síns máls í umræðunni 19. nóv., með leyfi virðulegs forseta:

    ,,Í örfáum orðum vil ég lýsa andstöðu minni við það frv. sem liggur frammi.`` Þar var ekkert undanskilið. Þetta var kannski það sem vakti næst furðu mína.
    Hitt vil ég líka leiðrétta enn á ný sem misskilning á frv. að með því er ekki verið að tengja krónuna við ECU þótt verið sé að gefa færi á viðmiðun við ECU eða aðrar samsettar mynteiningar og um leið, sem er náttúrlega kjarni málsins, að gefa markaðsöflum áhrif á hið daglega gengi.