Seðlabanki Íslands

37. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 14:14:00 (1391)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
     Frú forseti. Ég hlýt enn á ný að þakka hv. 6. þm. Norðurl. e. fyrir að flytja, endurflytja og kynna mínar ræður hér á þinginu þó haldnar séu utan þings. Fyrir það kann ég

honum bestu þakkir. En vegna þess sem að var vikið get ég staðfest það að rétt var lesið. Ég tel það skynsamlegt að við stefnum að því að tengja gengi krónunnar við hina evrópsku mynteiningu enda séu forsendur fyrir því að slík tenging fái staðist. Þetta tel ég verðugt keppikefli og get endurtekið það með mikilli ánægju hér. Hins vegar er það misskilningur að það frumvarp sem við ræðum nú fjalli um þetta mál. Það gerir það ekki þótt það gefi færi á því --- það er rétt.
    Um síðari þáttinn í andsvari hv. 6. þm. Norðurl. e., um gengi og auðlindanýtingu og atvinnuhætti, vil ég aftur, frú forseti, leyfa mér að vísa til þess sem hv. þm. var svo vænn að lesa upp í þinginu í fyrrakvöld.