Seðlabanki Íslands

37. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 14:45:00 (1395)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :

     Virðulegi forseti. Ég vil aðeins biðja hæstv. viðskrh. um að svara því skýrt hér: Telur hann að að samþykktu þessu frv. hafi hann og hans ríkisstjórn heimild til að binda gengi íslensku krónunnar fast við ECU? Ef hann hefur þá heimild er þá ekki rétt skilið að hann mun gera það samkvæmt því sem hann hefur sagt skýrt? Ég hef að vísu spurt hæstv. sjútvrh. hvort hann sé því sammála en ég hef skilið yfirlýsingar hans þannig að hann telji það ekki tímabært. Það er það sem ég er undrandi á, að hæstv. viðskrh. skuli vera að tala um þessar dagsetningar 1. jan. 1993. Sérstaklega með hliðsjón af ummælum forsrh. landsins um dagsetningar.