Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um starfshætti á Alþingi

37. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 16:26:00 (1401)

     Ingi Björn Albertsson :
     Hæstv. forseti. Ég tek undir beiðni hv. 4. þm. Norðurl. e. um að fá að eiga orðastað við hæstv. forsrh. út af þeim orðum er hann lét falla á Rás 2 í morgun. Ég mun teljast einn af þeim nemendum í gagnfræðaskólanum sem hæstv. forsrh. vitnar til og ég tel alveg nauðsynlegt að fá að eiga orðaskipti við formann nemendaráðs. Það er ýmislegt fleira heldur en það sem hér hefur komið fram sem kom fram í því viðtali sem snýr að mér persónulega þar sem persónulegar árásir á mig úr munni hæstv. forsrh. halda áfram. Ég tel því alveg óhjákvæmilegt að taka undir þessa beiðni hv. þm. og fagna því að þetta mál verði tekið hér upp á morgun.