Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um starfshætti á Alþingi

38. fundur
Föstudaginn 29. nóvember 1991, kl. 11:38:00 (1432)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Þá hefur forseti hugsað sér að verða við þeirri beiðni sem fram hefur komið um að gera hlé á þessum fundi. Áður vill forseti þó svara þeirri fyrirspurn sem hv. 9. þm. Reykv. beindi sérstaklega til forseta og er skylt að svara. Sú regla sem forseti hefur farið eftir er

að málshefjandi og ráðherra sem málshefjandi á viðræður við í utandagskrárumræðum tala venjulega síðastir. Þetta er regla sem hefur verið viðhöfð frá 1985 og forseta hefur ekki dottið í hug að breyta út af þeirri venju. En nú verður þessum fundi frestað. --- [Fundarhlé.]