Réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands

40. fundur
Þriðjudaginn 03. desember 1991, kl. 18:03:00 (1519)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Mér finnst alveg óþarfi hjá mönnum að vera vanstilltir yfir því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson tali hér. Ég held að það þjóni okkar málstað og baráttu að hann tali sem oftast, bæði í jákvæðri merkingu og neikvæðri merkingu.
    Það er alveg rétt hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að ég hef viljað fylgja þeirri stefnu í sjávarútvegsmálum að segja kannski aðeins minna en framkvæma það en Alþfl. hefur fylgt þeirri stefnu að segja mikið en framkvæma lítið í sjávarútvegsmálum. Það er munurinn. Ef hv. þm. hefur áhuga á blaðalestri og sagnfræði væri fróðlegt að hann læsi það sem Alþfl. sagði fyrir kosningar um sjávarútvegsmál og það sem hann sagði við myndun núv. ríkisstjórnar um sjávarútvegsmál. Því nú er svo komið að það eina sem Alþfl. er að rembast við hér í salnum er að tileinka sér er það, sem hæstv. sjútvrh. Þorsteinn Pálsson er að flytja að eigin frumkvæði, frv. sem að meginhluta er byggt á frv. sem hv. þm.

Ólafur Þ. Þórðarson flutti á síðasta þingi.