Réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands

40. fundur
Þriðjudaginn 03. desember 1991, kl. 18:31:00 (1525)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það má með sanni segja að hæstv. iðnrh. er höfuðjesúíti frjálshyggjunnar á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hann sýndi alveg einstæða hæfni þeirrar reglu að fjalla um heilögu ritin um ríkið sem má og ríkið sem ekki má hér áðan. Fyrri partur ræðunnar var á þann veg að ríkið ætti alls ekki að koma nálægt skipasmíðaiðnaðinum með sérstökum aðgerðum. Seinni partur ræðunnar var á þann veg að ríkið sem hluthafi í stærsta skipasmíðafyrirtæki landsins yrði að sjálfsögðu að koma nálægt málum og mundi gera það,

ef ég skil hæstv. ráðherra rétt. Ríkið með einn hatt, það er ekki gott. Ríkið með annan hatt, er mjög gott. Ég held að hæstv. viðskrh. ætti að fara að dæmi formanns síns að kaupa sér tvo hatta og bjóða þá svo kannski upp.