Kirkjugarðar

40. fundur
Þriðjudaginn 03. desember 1991, kl. 19:28:00 (1538)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að hæstv. forseti skyldi veita hv. þm., sem hér talaði síðast, Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, orðið um þingsköp því að auðvitað var rétt að gera það og ég met það við forseta að það skyldi vera gert.
    Hins vegar vil ég bara ítreka þá ósk mína að nú sé fundum frestað og einnig umræðu um það mál sem verið var að mæla fyrir. Ég veit að það eru nokkrir þingmenn sem vildu fá að segja nokkur orð, ekki mörg en nokkur orð, um það frv. og ég held að það þjóni skynsamlegum umræðum hér í þinginu á næsta degi að hæstv. iðnrh. fari heim, fari í heitt bað og slappi dálítið af og mæti afslappaður til þings næsta dag.