Framkvæmdasjóður Íslands

41. fundur
Miðvikudaginn 04. desember 1991, kl. 14:00:00 (1546)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Ef forseti skildi þingmanninn rétt þá óskaði hann eftir því að utanrrh. og sjútvrh. væru viðstaddir umræðuna. Var það rétt skilið? Sjútvrh. er í húsinu. ( ÓRG: Já, ég veit það, en utanrrh. ekki.) Og þingmaðurinn leggur mikið upp úr því að hæstv. utanrrh. verði við þessa umræðu? Hann hefur fjarvistarleyfi í dag. Það þýðir að þá er ekki hægt að halda þessari umræðu áfram í dag. Nú veit forseti ekki hvort sú fjarvist varir marga daga en mun kanna það og síðan upplýsa hvernig málið getur gengið áfram. Á meðan verður málinu frestað.
    Það er rétt að forseti geti þess að hann á í svolitlum vandræðum með dagskrána vegna þess að sérstaklega hefur verið óskað eftir því að fresta --- af gildum ástæðum ---

að taka fyrir 3. og 5. dagskrármálið vegna fjarveru þingmanna sem geta ekki komið fyrr en kl. hálfþrjú á fundinn, svo ég ætla að biðja hv. þm. að hafa biðlund meðan verið er að sækja hæstv. ráðherra sem geta þá mælt fyrir málum sem eru neðar á dagskránni og vita ekki að röðin er komin að þeim.