Viðvera ráðherra og tilhögun þinghalds

41. fundur
Miðvikudaginn 04. desember 1991, kl. 14:09:00 (1553)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
     Virðulegi forseti. Ég tel að það sé bersýnilegt að leikaraskap eigi að halda hér áfram með sama hætti og fyrr og sami forustumaður ætli að vera í þeim efnum og fyrr. Ég vek athygli á því að það var engin ástæða til þess að gera ráð fyrir því að utanrrh. verði sérstaklega viðstaddur þegar mælt var fyrir frv. um Framkvæmdasjóð Íslands þar sem ræða um málið var flutt algjörlega á tæknilegum forsendum, um tæknilegar breytingar, og engin efnisleg ástæða til þess nema þá leikaraskapur og upphlaupsástæða formanns Alþb. eins og hann hefur hagað sér í þinginu fram að þessu.