Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

44. fundur
Föstudaginn 06. desember 1991, kl. 16:35:00 (1678)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég þakka fyrir að tekið hefur verið á málinu af skilningi þannig að ég vænti þess að forseti þingsins muni íhuga það mjög vandlega að skapa reglu sem gæti orðið til fyrirmyndar í störfum þingsins í framtíðinni og þar tel ég að það sé að virða það grundvallaratriði 23. gr., að málum sé vísað til nefnda í samræmi við þá skipan sem er í Stjórnarráðinu.