Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

44. fundur
Föstudaginn 06. desember 1991, kl. 21:42:00 (1687)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Við hlýddum hérna á ágæta ræðu hæstv. iðnrh. sem ég hélt að ætti að vera um frv. til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992, mál nr. 167. Ég heyrði nú ekki að hann minntist einu orði á það frv. en ræðan var svo sem slétt og felld eins og var talað um hér áðan ( Gripið fram í: Vel flutt.) Vel flutt, já mjög vel flutt, ekki vantaði það. Mér þótti það merkilegt vegna þess að það eru ekki margar greinar sem fjalla sérstaklega um hans málaflokk og ég vissi ekki betur en hann hefði farið fram fyrir aðra þingmenn á mælendaskrá til að ræða þetta mál.
    En það sem ég vildi minnast á í sambandi við hans ræðu var að auðvitað á byggja hér álver og álver skal það vera hvað sem raular og tautar. Það er auðvitað lausn á öllum vanda eins og venjulega og síðan er það Evrópska efnahagssvæðið. Ef það gengur þá mun allt verða gott á Íslandi að mati hæstv. ráðherra. Rannsóknir og þróunarstarf. Jú, það er ósköp eðlilegt að við eflum rannsóknir og þróunarstarf en fyrst verðum við auðvitað að selja öll ríkisfyrirtæki og einkavæða til þess að við getum fengið peninga til rannsóknar- og þróunarstarfs. Það þótti mér einna merkilegasti kaflinn í ræðu hæstv. iðnrh. Margt fleira

væri auðvitað hægt að tína til úr ræðu ráðherrans en við getum skemmt okkur við að lesa hana síðar.