Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

45. fundur
Laugardaginn 07. desember 1991, kl. 12:26:00 (1704)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
     Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka varðandi jarðræktarlögin sem ekki kom raunar fram áðan að uppi var ágreiningur milli landbrn. og fjmrn. um skilning laganna og óhjákvæmilegt þess vegna að Alþingi skeri úr um hver skilningurinn skuli vera. Það veltur á því hvernig Alþingi afgreiðir umrædda grein í þessu frv. hvort hér verður um sjálfvirk útgjöld að ræða eða þau verða bundin við fjárlög. Óhjákvæmilegt var að skera úr þessum ágreiningi. Um hitt atriðið ítreka ég að ég hafði tilkynnt bæði formanni stjórnar Framleiðnisjóðs og formanni Stéttarsambands bænda frá ákvörðun minni um að skera Framleiðnisjóðinn niður og skýrt mínar ástæður en óskaði á hinn bóginn ekki eftir því að þeir blessuðu mínar gerðir. --- [Fundarhlé.]