Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

47. fundur
Þriðjudaginn 10. desember 1991, kl. 14:34:00 (1792)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég vil þakka þeim tveimur hv. þm. sem hafa gefið andsvar við ræðu minni. Sér í lagi vil ég þakka hv. 8. þm. Reykn. fyrir þá góðvild í minn garð að tína saman gamlar greinar og ræður eftir mig. Hann lofaði ekki að binda eintökin en hann ætlaði að senda mér þetta í jólagjöf með kveðju frá Gregory.
    Sú var tíðin að í útvarp var lesin framhaldssagan ,,Með kveðju frá Gregory``. Mig minnir að það hafi verið Gunnar Schram, fyrrv. alþm., sem las þá sögu. Þetta var mjög spennandi framhaldssaga í mörgum þáttum og í hverjum þætti fannst lík merkt: Með kveðju frá Gregory. Nú hefur komið í ljós hver tekur á sig að vera Gregory. Hann hefur

upplýst það í ræðustól á Alþingi að hann ætli að senda mér jólagjöf með kveðju frá Gregory. Og ég vil þakka mister Gregory fyrir þetta andsvar.