Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

47. fundur
Þriðjudaginn 10. desember 1991, kl. 14:37:00 (1794)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég held að það sé ágætt að menn geri að gamni sínu af og til og ég vil þakka hv. síðasta ræðumanni fyrir hans ræðu. Ég átti aldrei von á því að hann tímdi að senda mér öll bindin en vonandi verða fleiri jól eftir þessi jól svo að ég get hlakkað til þess.
    Sá var þó munurinn á hv. þm. og þeim Gregory sem kallaður var til sögunnar sem dr. Gunnar G. Schram las að það voru lík sem fundust í þá daga en nú reynist það þannig, þegar menn fá sendan pakka frá fyrrv. fjmrh. með kveðju frá Gregory, að þá lífgast pakkinn við, endurlífgast. Því munurinn er sá að þessi lög sem nú eru í gildi fá framhaldslíf hér á jörðu eftir að hæstv. fyrrv. ráðherra sendir gjöf til mín. Vona ég að þar með megi þessi saga, saga um Gregory, verða okkur til skemmtunar og sem ágætasta kennslustund um hvaða stefnu þingfundir mega gjarnan taka eitt og eitt augnablik í önnum dagsins.