Staðgreiðsla opinberra gjalda

49. fundur
Miðvikudaginn 11. desember 1991, kl. 20:56:00 (1819)

     Jón Helgason :
     Hæstv. forseti. Hæstv. fjmrh. sagði að þetta frv. væri einfalt, það væri bara að leggja niður nefnd. Það getur vel verið rétt hjá hæstv. ráðherra að þetta sé einfaldara en sum þau frumvörp sem við höfum nú fengið og boðuð hafa verið um að leggja niður stofnanir og fyrirtæki. A.m.k. ætla ég ekki að hafa mörg orð um þetta núna. Það verður skoðað í nefnd sem fær það til meðferðar. Eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra og stendur hér í athugasemdum frv. er þetta í tengslum við annað og viðameira frv. sem mælt

verður fyrir síðar og hlýtur þá að skoðast í samhengi við þá breytingu sem þar er gert ráð fyrir að gera á ríkisskattanefnd og meðferð mála.