Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

50. fundur
Fimmtudaginn 12. desember 1991, kl. 12:19:00 (1832)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
     Virðulegi forseti. Með samþykkt þessarar tillögu væri verið að færa skattlagningarvald frá Alþingi til framkvæmdarvalds en það tel ég vafasamt að sé heimilt eða rétt að gera. Í öðru lagi bendi ég á að hér er ívilnun til verslunar á svæðum sem standa höllum fæti. Ákvörðun um það er færð til ríkisstjórnarinnar og þar sem ég treysti ekki núv. hæstv. ríkisstjórn til þess að fara með það vald, þá sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu án þess að ég taki á nokkurn annan hátt efnislega afstöðu til þess máls sem hér eru greidd atkvæði um.