Fjárlög 1992

50. fundur
Fimmtudaginn 12. desember 1991, kl. 15:55:00 (1847)


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi held ég að hv. þm. hafi misskilið mitt mál. Ég var ekki að tala um álögur síðustu ríkisstjórnar á sveitarfélögin, ég var að spyrja að því eingöngu hvort aldrei hefðu verið uppi hugmyndir í síðustu ríkisstjórn um að flytja verkefni yfir á sveitarfélögin eða láta þau taka þátt í þeim úrlausnum sem sú ríkisstjórn stóð að vegna fjárlaga.
    Í annan stað, hvað hefur breyst á sl. tíu árum? Þetta er þróunin og hefur verið alls staðar að miklu eðlilegra sé að þessi verkefni séu hjá sveitarfélögunum. Það standi nær sveitarfélögunum að annast þennan málaflokk. (Gripið fram í.) Auðvitað er það þannig að þegar út í það er farið þá er það skoðað sérstaklega hvernig að því yrði staðið, en þetta er þróunin í öllum löndum í kringum okkur, hv. þm. Þetta er skoðun Sambands sveitarfélaga, það er einnig skoðun Samtaka fatlaðra að þetta skuli gert með þessum hætti.