Fjárlög 1992

50. fundur
Fimmtudaginn 12. desember 1991, kl. 15:58:00 (1849)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Undanhaldið er ekki byrjað eins og hv. þm. sagði áðan. Það var ætlunin að taka upp viðræður við forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga um þessi mál og hvaða leiðir þeir sæju fyrir sér að hægt væri að fara til þess að sveitarfélögin tækju einnig þátt í því að skapa hér forsendur fyrir þjóðarsátt. Þess vegna eru engar brtt. hér við 2. umr. málsins. Við erum að nýta tímann og höfum átt nokkra fundi með Sambandi sveitarfélaga um þessi mál og eins og ég sagði áðan: Það verða engin verkefni færð frá ríki til sveitarfélaga í málaflokkum fatlaðra nema að undangengnu samráði við Samtök fatlaðra. En eins og ég sagði þá er staðan sú núna að allar líkur eru á því að ekki verði farnar þær leiðir sem hafa verið uppi í umræðunni.