Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 01:31:00 (1886)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
     Herra forseti. Ég vil í andsvari fara fram á að hæstv. viðskrh. verði kallaður aftur til þessarar umræðu í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið sem ég vel að merkja þakka hæstv. landbrh. fyrir að gefa. Helst vildi ég heyra hann taka af öll tvímæli um að hann hyggist ekki leyfa þann innflutning sem hæstv. viðskrh. boðaði og skýrði þannig frá ef menn máttu rétt nema hans mál, að ríkisstjórnin hefði ákveðið einhverja hluti í þessu máli. Og það er ekki við það búandi að umræðan haldi þannig áfram að fullkomlega misvísandi upplýsingar komi fram frá tveimur hæstv. ráðherrum og ekki fáist á því viðhlítandi skýringar hvað þarna hefur gerst. Ég óska því eftir að hæstv. viðskrh. verði kallaður til umræðunnar á nýjan leik.