Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 01:58:00 (1892)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Út af ummælum hv. 18. þm. Reykv. um innflutning af mjólkurdufti vil ég aðeins láta það koma fram, sem allir vita auðvitað, að um margra ára skeið hefur mikið magn af erlendu mjólkurdufti verið flutt inn til landsins. Erlent mjólkurduft er uppistaðan í því mikla magni erlends sælgætis sem flutt er til landsins og í súpu, bæði þurrsúpu og blautsúpu. Einn aðalinnflytjandi erlends mjólkurdufts í þessu formi er fyrirtæki í eigu samvinnuhreyfingarinnar.