Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 03:02:00 (1908)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
     Herra forseti. Hæstv. landbrh sagði hér áðan að það væri ekki í samræmi við búvörusamninginn að fresta greiðslum til bænda um tvo mánuði en hins vegar væri ekki verið að brjóta hann á bak aftur. Ég vil spyrja hæstv. landbrh. hvað hann telji að þetta eigi að heita. Ég held það hljóti að heita samningsbrot. Ég vil þá spyrja hann í leiðinni hvað hann telji sérstaklega réttlæta það að þessi eina stétt skuli sæta slíkri frestun á samningsbundnum greiðslum og hvort e.t.v. megi eiga von á því að fleiri stéttir í þjóðfélaginu fái sams konar meðhöndlun. Ef svo er ekki, að þess megi ekki vænta að fleiri stéttir fái slíka meðhöndlun, hvernig réttlætir hann það gagnvart bændasamtökunum að bændur séu með þessum hætti sérstaklega teknir út úr?