Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 04:53:00 (1925)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Nú verð ég að segja að ég var í miklu vafa hvort það var hæstv. forsrh. Davíð Oddsson sem hér var að flytja svar við andsvari eða hvort það var borgarfulltrúinn Davíð Oddsson. Ég vil minna hæstv. forseta á að á nýliðnu ári var samið við ríkið um skil á réttum milljarði sem samkvæmt mínum heimildum var seldur. Þau skuldabréf voru seld. Þó að við tökum tímapunktinn frá ári til árs, hefur yfirdráttur borgarinnar stórlega aukist.
    Virðulegi forseti. Ég vildi fyrst og fremst koma að því sem hæstv. forsrh. sagði áðan. Þeir ætlast til þess af sveitarfélögunum sem þeir hafa sjálfir gefist upp við að framkvæma á eigin vegum, þ.e. á vegum ríkisins. Þeir ætlast til þess að sveitarfélögin mæti þessu með því að draga saman eftir að hæstv. ríkistjórn hefur heykst á því að mæta fjárlagavandanum með því að draga saman seglin.