Tilhögun þingfundar

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 11:13:00 (1941)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill láta þess getið að það verður að sjálfsögðu haft samráð við formenn þingflokka, nú þegar þessum fundi hefur verið frestað og áður en hann hefst að nýju, um það hvenær atkvæðagreiðslan um fjárlagafrv. muni hefjast. Það finnst forseta vera eðlilegt. En forseti skilur það að þetta hefur komið sér illa fyrir hv. þm. sem ekki hafa vitað af þessu, en verður að viðurkenna að hún hafði gert ráð fyrir því að hv. þm. vissu almennt um þessa frestun þegar komið væri til þessa fundar kl. 11. Ef það hefur farist fyrir, þá biður forseti velvirðingar á því. En nú liggur fyrir að gera hlé á fundinum og fresta honum til kl. 1 og ég vænti þess að nú hafi hv. þm. upplýsingar um það hvernig fyrirkomulagið verður. Þegar komið verður hér til fundar liggi það fyrir og allir hv. þm. viti hvenær atkvæðagreiðslan um fjárlagafrv. fer fram.