Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 14:11:00 (1955)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Eins og þingheimur tók eftir þá var ég fyrst og fremst að árétta þær yfirlýsingar sem komu fram af hálfu formanns fjárln. í upphafi umræðunnar. Ég áréttaði þau sjónarmið. Auðvitað koma þær tillögur sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa flutt varðandi skólahald til atkvæðagreiðslu með eðlilegum hætti. Það gefur auga leið. Við höfum ekki forræði þess máls. Við köllum ekki til baka annarra manna tillögur. Það er ekki á okkar færi og að sjálfsögðu ekki okkar vilji. En það er út af fyrir sig ekkert launungarmál að stjórnarflokkarnir hafa ekki enn fullkomlega náð saman varðandi þætti sem snerta skólagjöld. Það er ekkert launungarmál.