Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 14:42:00 (1963)

     Ólafur Ragnar Grímsson :
     Virðulegi forseti. Þetta er fyrsta atkvæðagreiðslan um gjaldahlið þessa frv. Það hefur komið fram í yfirlýsingu hæstv. forsrh. að upphæðir sem nema hátt á annan tug milljarða kr. eru efnislega undanskildar í þessari atkvæðagreiðslu af hálfu ríkisstjórnarinnar og engin afstaða tekin til þeirra. Það er afar óvenjuleg og sérkennileg staða sem hér er komin upp og vegna þess að þar með er atkvæðagreiðslan í reynd efnislega orðin næsta marklítil þá greiði ég ekki atkvæði.