Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 15:51:00 (1992)

     Guðmundur Bjarnason :
     Hæstv. forseti. Hér er um að ræða brtt. við nokkra safnliði og minni háttar brtt. í

raun en þetta eru liðir sem varða ýmsa starfsemi í landinu, félagasamtök og söfn, byggðasöfn, íþróttafélög og fleiri. Fjárln. tók öll þátt í þeirri vinnu að undirbúa þessar brtt. Fulltrúar minni hlutans áttu aðild að undirnefndum sem þessa vinnu önnuðust og munu því taka þátt í þessari afgreiðslu á þann hátt að greiða atkvæði með þessum brtt. sem hér eru lagðar til.
    Við höfum valið þann kostinn, eins og fram kom í nál., að sitja hjá við atkvæðagreiðslur um flestar þessar brtt. Við lýstum þar afstöðu okkar til málsins í heild og höfum því valið það að sitja hjá við aðrar brtt. sem hér hafa verið bornar fram af því að það hlýtur að vera rökrétt framhald af afstöðu okkar til málsins. En þar sem við tókum þátt í þessari vinnu sérstaklega sem fellur undir þær brtt. sem nú á að greiða atkvæði um þá munum við greiða atkvæði með þeim.