Skattskylda innlánsstofnana

53. fundur
Þriðjudaginn 17. desember 1991, kl. 02:27:00 (2171)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
     Virðulegi forseti. Mér finnst eðlilegt að hv. nefnd, sem hefur nóg að gera þessa dagana, hafi ráðrúm til þess að skoða þetta mál yfir jólin og fram í janúar. Ég er hv. þm. afar þakklátur fyrir að hafa skilning á því að málið þarf að afgreiðast sem fyrst eftir jól, helst í janúar ef kostur er, einmitt vegna stöðu sjóðanna sem verða að fá að vita í hvaða umhverfi þeir eiga að starfa á næsta ári.
    Þetta vildi ég láta koma fram í lok umræðna.